Open main menu

Wiktionary β

User:Krun/Sveinbjörn Egilsson

< User:Krun

(w:is:Sveinbjörn Egilsson)

Sveinbjörn Egilsson (24. febrúar 1791 í Innri-Njarðvík í Gullbringusýslu á Íslandi – 17. ágúst 1852) var íslenskur guðfræðingur, kennari, þýðandi og skáld. Hann er einna best þekktur sem fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík.

Faðir hans, Egill Sveinbjarnarson, var lítið þekktur en þó efnaður bóndi. Sveinbjörn var í fóstri hjá Magnúsi Stephensen og hlaut menntun sína frá ýmsum aðilum. Hann gekk aldrei í latínuskóla, en þess í stað brautskráðist hann úr heimaskóla Árna Helgasonar 1810. Hann komst ekki í háskóla strax vegna ófriðar, en hóf 1814 guðfræðinám við Hafnarháskóla, sem hann lauk árið 1819. Við komu sína aftur til Íslands fékk hann kennarastöðu við Bessastaðaskóla, en þegar skólinn flutti til Reykjavíkur var hann gerður rektor. Hann var því fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík. Aðalkennslugrein hans var gríska. Á meðan hann gegndi kennara- og rektorsembætti vann hann mikið að ýmiss konar þýðingum, oft fyrir skólann (t.d. skólaþýðing á Menón eftir Platón), en einnig á öðrum vettvangi. Fyrir Fornfræðafélagið, sem hann var stofnfélagi að, þýddi hann Íslendingasögurnar yfir á latínu (Scripta historica Islandorum). Hann tók saman orðabók yfir íslenskt skáldamál sem varð grundvallandi fyrir allar framtíðarrannsóknir á fornum íslenskum kveðskap síðar meir. Hann þýddi einnig Snorra-Eddu á latínu og gaf út með frumtexta og vísnaskýringum. Hann samdi að auki nokkuð af ljóðum, meðal annars sálmatextann Heims um ból og tvo aðra sálma í sálmabókinni. Þegar hann var hann enn að vinna að þýðingu Ilíonskviðu, en sonur hans, Benedikt Gröndal yngri, lauk við verkið. Sveinbjörn var giftur Helgu Gröndal, dóttur Benedikts Gröndal eldri, yfirréttardómara. Veturinn 1849-50 kom upp það mál í sögu Lærða skólans sem nefnt hefur verið Pereatið, en það hófst með því að nemendur skólans voru ekki sáttir við að þurfa að vera í bindindisfélagi eins og Sveinbjörn rektor vildi. Þeir gengu flestir úr félaginu þetta ár, en við það reiddist Sveinbjörn og flutti yfir þeim mikla skammaræðu 17. janúar 1850. Skólapiltar brugðust við með því að veita honum heimsókn og hrópa pereat fyrir honum. (Pereat er latína og þýðir „niður með hann“). Sveinbjörn fór þá til Kaupmannahafnarleita aðstoðar danskra skólayfirvalda, sem kváðust styðja hann í þessu, en þó lét hann af störfum 1851 og lést aðeins rúmu ári síðar.

HeimildirEdit

Skólaræður Sveinbjarnar Egilssonar. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1968.